— Ljósmynd/Gunnar H. Pálsson
Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að Halldór Laxness fékk afhent Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í Stokkhólmi. Lesbók rifjar upp atburðinn sem hafði gríðarlega þýðingu fyrir Halldór en einnig þjóðina.
Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að Halldór Laxness fékk afhent Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í Stokkhólmi. Lesbók rifjar upp atburðinn sem hafði gríðarlega þýðingu fyrir Halldór en einnig þjóðina. Pétur Gunnarsson fjallar um áhrif verðlaunanna á skáldið og þjóðina í grein með fyrirsögninni sem prýðir forsíðuna. Árið 1955 ríkti kalt stríð sem litaði menningarpólitíkina. Halldór Guðmundsson veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef Gunnar Gunnarsson hefði hlotið Nóbelinn en hann kom bæði til greina í upphafi þriðja áratugarins og árið 1955 þegar hugmyndir voru uppi um að skipta verðlaununum á milli hans og Halldórs. Á baksíðunni er skoðað hvað rannsóknir á störfum nóbelsnefndarinnar hafa leitt í ljós. Þá veltir Kristján B. Jónasson fyrir sér gildi Nóbelsverðlaunanna og hvort íslenskur höfundur gæti hlotið verðlaunin aftur. 3-6