— Reuters
SEX ára gamall drengur beið bana þegar flugvél bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737 fór út af flugbraut í lendingu í Chicago og endaði úti á umferðargötu. Mikil snjókoma var í Chicago þegar atvikið átti sér stað.

SEX ára gamall drengur beið bana þegar flugvél bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737 fór út af flugbraut í lendingu í Chicago og endaði úti á umferðargötu.

Mikil snjókoma var í Chicago þegar atvikið átti sér stað. Flugvélin var að koma frá Baltimore og brotnaði búnaður á nefi hennar í lendingunni, sem olli því að hún rann alla flugbrautina á enda, í gegnum girðingu og út á umferðargötu. Lenti hún þar á a.m.k. tveimur bílum. Fimm manna fjölskylda var í öðrum þeirra, þrjú börn og tveir fullorðnir, og dó sex ára drengur í slysinu, sem fyrr segir. Ellefu aðrir slösuðust.

Mike Abate, farþegi í flugvélinni, sagði alla um borð hafa andað léttar þegar þeim varð ljóst að flugvélin hafði staðnæmst án þess að nokkur slys yrðu á þeim 98 sem um borð voru. En svo hefðu menn gert sér ljóst að einhver hafði lent undir vélinni. "Það var hræðilegt að átta sig á því," sagði hann.