Björn Björnsson og Þórdís Björnsdóttir voru meðal þeirra sem skoðuðu piparkökuhúsin í Kringlunni í gær.
Björn Björnsson og Þórdís Björnsdóttir voru meðal þeirra sem skoðuðu piparkökuhúsin í Kringlunni í gær. — Morgunblaðið/Sverrir
ÞÁTTTAKENDUR í piparkökuhúsaleik Kötlu streymdu í Kringluna milli klukkan 18 og 20 í gær með hús sín og hallir, en leikurinn er nú haldinn þrettánda árið í röð.
ÞÁTTTAKENDUR í piparkökuhúsaleik Kötlu streymdu í Kringluna milli klukkan 18 og 20 í gær með hús sín og hallir, en leikurinn er nú haldinn þrettánda árið í röð. Keppnin hefur oftar en ekki verið hörð enda taka sumir þátt í henni ár eftir ár og eru því orðnir sjóaðir í gerð piparkökuhúsa. Til þess að ekki halli á yngstu keppendurna er börnum boðið að skrá sín hús sérstaklega. Reglurnar í leiknum eru sáraeinfaldar. Aðalatriðið er að húsið sé ætt, en þó er í lagi að nota "óætar" ljósaseríur til þess að lýsa það upp eða umhverfi þess, að því er haft er eftir Einari Viðarssyni, forsvarsmanni bakarasviðs Kötlu, í fréttatilkynningu vegna leiksins.