Benedikt S. Lafleur er fæddur árið 1965. Hann er með BA-próf í frönsku og almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Er hann að mestu sjálfmenntaður í listinni en naut leiðsagnar erlendra listamanna er hann bjó í sjö ár í París.

Benedikt S. Lafleur er fæddur árið 1965. Hann er með BA-próf í frönsku og almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Er hann að mestu sjálfmenntaður í listinni en naut leiðsagnar erlendra listamanna er hann bjó í sjö ár í París. Þar kenndi hann meðal annars við barnaskóla, sem er kunnur fyrir það, að þangað hefur margt af fræga fólkinu sent börnin sín, til dæmis leikarinn Bruce Willis. Benedikt er ókvæntur en segist eiga von á tveimur kettlingum.

Benedikt S. Lafleur er fæddur árið 1965. Hann er með BA-próf í frönsku og almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Er hann að mestu sjálfmenntaður í listinni en naut leiðsagnar erlendra listamanna er hann bjó í sjö ár í París. Þar kenndi hann meðal annars við barnaskóla, sem er kunnur fyrir það, að þangað hefur margt af fræga fólkinu sent börnin sín, til dæmis leikarinn Bruce Willis. Benedikt er ókvæntur en segist eiga von á tveimur kettlingum.

Benedikt S. Lafleur opnar á morgun Listasetur á Hólmaslóð 4 í Vesturbænum í Reykjavík. Þar mun hann bjóða upp á ýmislegt, sem gleðja mun augu og eyru, eins konar andans vin í öllu stressinu fyrir jólin.

"Þarna verð ég með listsýningu, myndskúlptúra og glerlist, og ljúfir tóna suður-amerískrar gítartónlistar munu líða um salinn. Fjörleg stemning og ókeypis. Ein af rúsínunum í pylsuendanum er bókakaffið, tilvalið að taka sér bók í hönd og njóta sopans, og aðra rúsínu á ég í handraðanum. Það er engiferseyði, sem er afar gott fyrir lifrina. Fólk er stressað á þessum tíma, lætur ofan í sig mikið af súkkulaði og þungum mat, en seyðið virkar, ég get sjálfur um það dæmt. Ég sé líka að bandarískir vísindamenn voru að uppgötva að engifer er ákaflega gott fyrir slímhúðina. Það kemur heim og saman," segir Benedikt og bætir við, að á staðnum verði einnig sérstakt íhugunarrými fyrir Sahaja-jóga þar sem fólk getur slakað á.

Benedikt hefur verið með námskeið í glerlist og mun hugsanlega bjóða upp á slíkt á staðnum en að auki er hann athafnasamur í útgáfustarfsemi. Segir hann að bækurnar séu á milli þess að vera kiljur og innbundnar en nú sé hann að bíða eftir þeirri stóru, bókinni um Kötlugosin. Verður hún einnig gefin út á þýsku og stefnir Benedikt að því að gefa út bækur á erlendum tungum.

"Ég hef gefið út 30 bækur alls, þar af 10 sem ég hef sjálfur skrifað, og aðrar 10 á ég skrifaðar en óútgefnar," segir Benedikt en í Listasetrinu býður hann upp á bókapakka, eins konar fjölskyldupakka, nýjar bækur og eldri í bland, fyrir aðeins 3.000 kr. Er bókaúrvalið fjölbreytt, allt frá barnabókum til vísindarita og síðan er ein sakamálasaga eftir hann sjálfan. Gerist hún á slaginu klukkan sex á aðfangadag.

Benedikt, sem hefur haldið á fjórða tug listsýninga, segir, að með Listasetrinu sé hann að láta gamlan draum rætast.

"Það má kannski líkja þessu við Kötlugos, hér springur allt út," segir hann en Listasetrið verður opið daglega frá klukkan 12.00 til 18.00 fram að áramótum að minnsta kosti.

Benedikt er ýmislegt til lista lagt og síðan er hann sundgarpur mikill eins og Vestfjarðasundið er gott dæmi um. Stundar hann sjósund tvisvar í viku, í Nauthólsvíkinni, og syndir þá stundum með þeim Stefáni Mána rithöfundi og Ingvari Sigurðssyni leikara. Hefur Gísli Örn Garðarsson leikari einnig stungið sér til sunds með þeim í ískaldan sjóinn. Segir Benedikt, að þeir séu að íhuga maraþonsund fyrir jólin en það er þó ekki afráðið.