Í Blaðinu birtist frétt af því að Jón Ingvar Jónsson hefði verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn að sér forspurðum. Baldur Garðarsson orti:
Jón Ingvar í súpuna settist,
og seint held ég byrði hans léttist
hann syndgaði nokk
er í sjálfstæðisflokk
hann innvígðist án þess það fréttist.
Þá Kristján Eiríksson:
Flokksins stöðugt fríkkar lið,
fékkst nú góður biti,
eftir næstum aldar bið,
einn með fullu viti.
Jón Ingvar lagði sjálfur orð í belg:
Á sálnaveiðum aldrei er
eftir gefin tomma
svo íhaldspakkið eignar sér
ömurlegan komma.
Loks Sigurður Ingólfsson:
Gott að sjá það sannast Jón
sem að gleðja kann,
ég hélt þig aldrei heims kuflón
né heldur sjálfstæðismann.
pebl@mbl.is