ÖKUMANNI brá svo í brún þegar kviknaði í bifreið hans á ferð að hann keyrði út af. Varð þetta við bæinn Teig í Eyjafirði um sexleytið í gærkvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er ónýtur.
ÖKUMANNI brá svo í brún þegar kviknaði í bifreið hans á ferð að hann keyrði út af. Varð þetta við bæinn Teig í Eyjafirði um sexleytið í gærkvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er ónýtur. Þá rann fólksbíll til á þjóðveginum við Háreksstaði, á Möðrudalsvegi, í gær og lenti á veghefli sem kom á móti. Lögreglan telur bílinn hafa runnið til af því að hann hafi verið á sumardekkjum, en hvasst var. Ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsli.