Hópurinn sem stendur að söngleiknum Hafið bláa, hafið.
Hópurinn sem stendur að söngleiknum Hafið bláa, hafið.
Æfingar eru hafnar á nýjum íslenskum söngleik - Hafið bláa, hafið - sem frumsýndur verður í Austurbæ 11. febrúar nk. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson, höfunda Ávaxtakörfunnar.

Æfingar eru hafnar á nýjum íslenskum söngleik - Hafið bláa, hafið - sem frumsýndur verður í Austurbæ 11. febrúar nk. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson, höfunda Ávaxtakörfunnar.

Hafið bláa, hafið er söngleikur fyrir alla fjölskylduna og segir af Kletti litla karfa og torfunni hans sem býr á Íslandsmiðum. Torfan lendir í neti veiðimanna og mamma hans, Mara, festist í netinu en Klettur verður eftir fyrir utan. Hann leggur því upp í mikla hættu- og þroskaför með Lukku vinkonu sinni sem er bæði hugrökk og ráðagóð. Ferðin er mikið ævintýri fyrir karfana ungu og þau rekast á ýmsar furðuverur á leiðinni eins og Þarann sem stappar í þau stálinu, humarinn Hrím sem leggur þeim lið og nöldursegginn Ljót ígulker. Einnig verður á vegi þeirra hin gráðuga Harpý sem er forljótt óargadýr sem langar helst að borða litla karfa.

Við samlestur komu leikarar, dansarar og listrænir stjórnendur saman en þar á meðal eru Selma Björnsdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Jónsi, Ívar Örn Sverrisson, Matthías Matthíasson og Valgerður Guðnadóttir. Cameronn Corbett stýrir dönsum og Agnar Jón Egilsson leikstýrir.