Ferska mintusúpan Safi úr 3 agúrkum og 2 sellerístilkum 1 agúrka, skorin í bita ¼ bolli fersk, skorin mintulauf ¼ bolli fersk, skorin steinselja ¼ graslaukur, fínskorinn Settu öll efnin í matvinnsluvél eða blandara og blandaðu þar til súpan er tilbúin.
Ferska mintusúpan

Safi úr 3 agúrkum og 2 sellerístilkum

1 agúrka, skorin í bita

¼ bolli fersk, skorin mintulauf

¼ bolli fersk, skorin steinselja

¼ graslaukur, fínskorinn

Settu öll efnin í matvinnsluvél eða blandara og blandaðu þar til súpan er tilbúin.

Grænmetis-afeitrunarsafarnir

Veldu eina af eftirtöldum safablöndum og notaðu safapressuna.

Gómsæt gulrótargeggjun

Afar ljúffeng og nærir lifrina.

6 gulrætur, 2 sellerístilkar og 1 epli.

(Reyndu líka án eplis.)

Næpusnilld

½ næpa, 2 gulrætur, 1 sellerístilkur, ½ lítil gúrka.

Gúrkutíð

2 heilar agúrkur, ¼-½ næpa, dillgrein.

Gúrkublanda

2 agúrkur, 4 sellerístilkar, ¼ stk. engiferrót (má sleppa), grein af basilíku eða kóríander. Þetta er eftirlæti mitt.

Grænt og gómsætt

Hnefafylli af steinselju, 1 hvítkálsblað, 5 gulrætur og örlítill moli af engiferrót.

Selleríkraftur

2 sellerístilkar, hnefafylli af steinselju, 1 hvítlauksrif, 5 gulrætur og 100 g refasmáraspírur (má sleppa, en frábært að hafa þær með).

Hugmyndir að safa

Afhýða ætti alla ávexti og grænmetistegundir og fjarlægja kjarna áður en safagerð hefst. Engiferrót ætti að afhýða og mala. Notið safapressu og blandara þar sem það á við:

Spíruspuni

1 epli, 175 g refasmára- eða smáraspírur, 6 fersk mintulauf, 3 gulrætur.

Sítrónukraftur

8 gulrætur, 1 epli, safi úr 1 sítrónu, 2,5 cm sneið engiferrót.

Papajaskrúð

2 stinn papaja, 2 perur, ½ tsk. mulin engiferrót.

Vínberjaveisla

20 græn vínber, 10 jarðarber, 1 epli, 2 greinar fersk minta.

Engiferinnblástur

2 epli, 2 perur, smávegis engi-

ferrót. Þetta er frábær morgunverðarforréttur sem gefur öllum líkamanum kraft og vekur bragðlaukana líka.

Berjablómi

1 smákarfa af eftirlætisberjunum þínum eða jafnvel blönduðum berjum (jarðarberjum, brómberjum, stikilsberjum, hindberjum), 2 ferskjur, 1 epli.

Ananassæla

Safi úr einum ananas.