SÁLIN hans Jóns mín lék fyrir dansi á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll aðfaranótt nýársdags. Þó að ekki hefði verið fullt út úr dyrum var stemningin stórgóð að sögn gesta, enda tilefnið sérstaklega gott og hljómsveitin síður en svo verri.
SÁLIN hans Jóns mín lék fyrir dansi á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll aðfaranótt nýársdags. Þó að ekki hefði verið fullt út úr dyrum var stemningin stórgóð að sögn gesta, enda tilefnið sérstaklega gott og hljómsveitin síður en svo verri. Gamlir jafnt sem ungir dönsuðu og sungu með Sálinni sem lék öll sín vinsælustu lög og í lokin var stemningin slík að eftir að hefðbundnum dansleik lauk var sveitin klöppuð aftur upp á svið. Lék hún þá tvö lög í viðbót við mikinn fögnuð ballgesta.