RAGNAR Sær Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ. Ragnar Sær hefur starfað sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar undanfarin ár en var áður sveitarstjóri Biskupstungnahrepps.
Ragnar Sær er menntaður leikskólakennari en hefur einnig lokið námi í rekstrar- og viðskiptafræðum og opinberri stjórnsýslu frá endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er nú í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Ragnar Sær hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri auk rúmlega tveggja áratuga reynslu af störfum að félagsmálum. Hann hefur unnið að þróunarverkefnum stofnana á sviði félags- og skólamála.
Ragnar Sær er kvæntur Unni Ágústu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn.