AÐ minnsta kosti fimm biðu bana er þak skautahallar í Bad Reichenhall í bæversku Ölpunum hrundi í gær undan miklum snjóþunga. Í gærkvöldi var enn verið að leita 20 manna í rústunum en þá var búið að bjarga úr þeim nærri 25 manns, mismikið meiddum.
AÐ minnsta kosti fimm biðu bana er þak skautahallar í Bad Reichenhall í bæversku Ölpunum hrundi í gær undan miklum snjóþunga. Í gærkvöldi var enn verið að leita 20 manna í rústunum en þá var búið að bjarga úr þeim nærri 25 manns, mismikið meiddum. Talsmaður Rauða krossins í Bæjaralandi sagði, að algert neyðarástand væri á slysstað og aðstæður erfiðar vegna mikillar snjókomu.