Þingeyjarsveit | Menningarmálanefnd Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að veita styrki til sjö aðila sem lagt hafa lóð sín á vogarskálar blómlegs menningarlífs í sveitarfélaginu. Hæstu styrkirnir eru 140 þúsund kr. Mýrarmannafélagið fær 140 þúsund kr.

Þingeyjarsveit | Menningarmálanefnd Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að veita styrki til sjö aðila sem lagt hafa lóð sín á vogarskálar blómlegs menningarlífs í sveitarfélaginu. Hæstu styrkirnir eru 140 þúsund kr.

Mýrarmannafélagið fær 140 þúsund kr. vegna útgáfu á Vesturheimsbréfum Jóns Jónssonar frá Mýri. Sverrir Haraldsson á Hólum fær sömu fjárhæð vegna heimabyggðarverkefnis en það felst í söfnun og skráningar heimilda til útgáfu á sögu gömlu hreppa Þingeyjarsveitar.

Símon H. Sverrisson á Hólum fær 100 þúsund kr. vegna ljósmyndasýningar sem haldin var síðastliðið sumar og vegna söfnunar, skönnunar og varðveislu gamalla ljósmynda úr Reykjadal, Bárðardal, Köldukinn og Fnjóskadal.

Skákfélagið Goðinn fær 20 þúsund til að endurvekja og breiða út skákmenningu í sveitarfélaginu. Ljósavatnskirkja fær 50 þúsund kr. til flygilkaupa. Karlakórinn Hreimur fær 25 þúsund kr. afmælisgjöf.

Ásgeir Stefánsson og Stefán Þórisson fá 25 þúsund í heiðursskyni vegna útgáfu á diski.