Bragi Ólafsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 2005 og var hún afhent að venju á gamlársdag í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Auk viðurkenningarinnar hlýtur handhafi hennar 500 þúsund króna framlag úr sjóðnum.
Bragi Ólafsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 2005 og var hún afhent að venju á gamlársdag í útvarpshúsinu við Efstaleiti.
Auk viðurkenningarinnar hlýtur handhafi hennar 500 þúsund króna framlag úr sjóðnum.
Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins er skipuð þeim Margréti Oddsdóttur, Eiríki Guðmundssyni af hálfu Ríkisútvarpsins, Óskari Árna Óskarssyni, Guðrúnu Helgadóttur af hálfu Rithöfundasambands Íslands og Skafta Halldórssyni, formanni stjórnar sem skipaður er af menntamálaráðherra.