FLUGELDAR eru taldir vera orsök þess að fimm íslenskir hestar drápust þegar lest keyrði á þá í nánd við Køge á Jótlandi í Danmörku á nýársmorgun. Hestarnir höfðu rifið sig lausa úr gerði, líklega vegna hræðslu við hljóð sem þeir þekktu ekki.
FLUGELDAR eru taldir vera orsök þess að fimm íslenskir hestar drápust þegar lest keyrði á þá í nánd við Køge á Jótlandi í Danmörku á nýársmorgun. Hestarnir höfðu rifið sig lausa úr gerði, líklega vegna hræðslu við hljóð sem þeir þekktu ekki. Lögreglan í Køge álítur það kraftaverk að lestin fór ekki af sporinu þegar hún rakst á hestana og að enginn farþeganna fjögurra í lestinni meiddist. Þetta kemur fram í netmiðli
Jyllands-Posten
. Ökumaður hafði skömmu fyrir slysið tilkynnt um nokkra lausa hesta á svæðinu en sagt er að lestarstjórinn hafi ekki getað afstýrt slysinu, enda var þoka og myrkur þegar það átti sér stað. Lestin var á 75 kílómetra hraða þegar slysið varð en hestarnir stóðu allir á járnbrautarteinunum. Fjórir þeirra drápust strax en sá fimmti dróst með lestinni þar til hún stöðvaðist og drapst áður en dýralæknir kom á staðinn.