* JÓHANNES Karl Guðjónsson, miðvallarleikmaður Leicester , fékk að líta sitt 10. gula spjald þegar Leicester tapaði fyrir Crystal Palace í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Jóhannes Karl verður í banni í næstu tveimur deildarleikjum Leicester , gegn Sheffield Wednesday og Cardiff . Táningurinn Dan Martin , sem er 19 ára, skoraði sigurmarkið í fyrsta leik sínum á heimavelli liðsins.
* GUÐJÓN Þórðarson og strákarnir í hans í Notts County hrósuðu 1:0-sigri gegn Barnet í ensku 3. deildinni í gær og er Notts County í 13. sæti deildarinnar með 33 stig en Wygombe er í toppsætinu með 48 stig.
*NORSKA skíðagöngukonan Marit Björge var útnefnd Íþróttamaður Noregs af íþróttafréttamönnum þar í landi. Þetta er í 58. sinn sem norskir íþróttafréttamenn kjósa Íþróttamann ársins og í þriðja sinn sem kona verður fyrir valinu.
* MARTINA Hingis frá Sviss hóf að leika tennis að nýju í Ástralíu í gær en hún hefur ekki keppt á atvinnumóti frá því í október árið 2002. Hingis , sem eitt sinn var í efsta sæti heimslistans í tennis, sigraði Mariu Vento-Kabchi í tveimur settum, 6:2 og 6:1. Hingis átti við þrálát meiðsli á ökkla að stríða áður en hún tók ákvörðun um að hætta en hún er aðeins 25 ára gömul. Hingis mætir Klöru Kouklava frá Tékklandi í næstu umferð en hún er í 35. sæti á heimslistanum. Hingis ætlar sér að taka þátt á fyrsta stórmóti ársins sem fram fer í Ástralíu og hefst hinn 16. janúar.
* RICHARD Caborn, íþróttamálaráðherra Englands, segir að miðaverð á knattspyrnuleiki á Englandi og á meginlandi Evrópu sé allt of hátt. "Það fer ekki framhjá neinum að hátt miðaverð á knattspyrnuleiki hefur gert það að verkum að viss hópur áhugamanna um knattspyrnu getur ekki sótt leiki. Fjölskyldur sem áður fóru saman á leiki geta það ekki í dag vegna miðaverðsins," segir Caborn við götublaðið The Sun en hann er talsmaður þess að launaþak verði sett á laggirnar hjá knattspyrnuliðum í Evrópu.
*
NANDOR Fazekas
, landsliðsmarkvörður
Ungverja
í handknattleik og samherji
Þóris Ólafssonar
hjá þýska 1. deildarliðinu
TuS Lübbecke
, hefur gert samning við
Gummersbach
. Kemur hann til félagsins í sumar og leikur því með
Guðjóni Val Sigurðssyni
og
Róbert
Gunnarssyni
á næstu leiktíð.
Fazekas
þykir einn allra besti markvörður heims um þessar mundir og lék m.a. leikmenn íslenska landsliðsins grátt á EM í
Slóveníu
fyrir tveimur árum. Þeir fá annað tækifæri til að glíma við
Fazekas
á EM í
Sviss
í lok þessa mánaðar en íslenska landsliðið verður í riðli með
Ungverjum.