EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Fons, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur eignast 12% hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket Travel Group. Þetta kemur fram í flöggun í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær.

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Fons, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur eignast 12% hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket Travel Group. Þetta kemur fram í flöggun í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær.

Samkvæmt frétt Dagens Industri um málið segir að það sé Nove Capital sem seldi Fons hlutinn en félagið hefur nú losað allan hlut sinn í Ticket. Segir í fréttinni að ætla megi að kaupverðið sé um 40 milljónir sænskra króna, sem svarar til um 320 milljóna íslenskra króna.

"Ticket er spennandi fyrirtæki sem ég hef haft augastað á í eitt ár. Það er miklir möguleikar á að þróa félagið í áhugaverðum geira sem er að vaxa," segir Pálmi Haraldsson í samtali við DI . Þar kemur jafnframt fram að gengi bréfa félagsins hafi fallið verulega á síðustu fimm árum en jafnframt að þar hafi skort á frumkvæði eigenda.

"Við munum vera virkir eigendur og alþjóðavæða félagið mun meira en gert hefur verið," segir Pálmi.