Alexandertækni er aðferð eða endurhæfing, sem er notuð til að endurheimta góða líkamsstöðu og léttleika í hreyfingum. Kennslan (meðferðin) fer fram í einkatímum. Hver tími tekur 30-60 mínútur.
Helga Jóakimsdóttir Alexandertæknikennari lauk 3 ára námi í Alexandertækni í London North London Teacher Training School 1993 og sérnámskeiði til leiðbeiningar í tónlistarskólum sama ár.
Nemandanum er kennt að brjótast úr viðjum vanans og hreyfa sig á þann hátt sem líkamanum er eðlilegast. Hversu langan tíma þarf til að viðunandi árangur náist fer eftir vandanum og einstaklingnum.
Alexandertækni nýtist vel þeim sem veikir eru í baki, hálsi, herðum og liðum. Einnig við raddvandamálum og streitutengdum sjúkdómum auk þess sem hún bætir öndun.