Höfnin Brynjar Pálsson, formaður hafnarstjórnar, við skiltin.
Höfnin Brynjar Pálsson, formaður hafnarstjórnar, við skiltin. — Morgunblaðið/Björn Bjarnason
Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Hafnarnefnd Sauðárkróks bauð nýlegra til athafnar við Sauðárkrókshöfn en tilefnið var afhjúpun nokkurra söguskilta sem þar hafa verið sett upp og rekja sögu hafnarinnar, en um leið var minnst sjö sjómanna sem fórust...
Eftir Björn Björnsson

Sauðárkrókur | Hafnarnefnd Sauðárkróks bauð nýlegra til athafnar við Sauðárkrókshöfn en tilefnið var afhjúpun nokkurra söguskilta sem þar hafa verið sett upp og rekja sögu hafnarinnar, en um leið var minnst sjö sjómanna sem fórust með tveim bátum, Öldunni og Nirði, í fárviðri sem gekk yfir þann 14. desember 1935.

Brynjar Pálsson, formaður hafnarstjórnar, sagði að einmitt þetta hörmulega sjóslys hefði opnað augu manna fyrir nauðsyn góðrar og öruggrar hafnar og þá þegar hefði verið hafist handa við framkvæmdir, sem enn væri þó ekki að fullu lokið þar sem seint yrði svo um hnúta búið að höfn gæti ekki orðið öruggari og betri. Unnar Ingvarsson skjalavörður samdi texta á skiltin, en það var hafnarnefndin sem stóð fyrir gerð þeirra og uppsetningu.

Gestir voru fyrrverandi og starfandi hafnarstjórnarmenn, aðstandendur og afkomendur þeirra sem fórust, svo og sveitarstjórnarmenn Að lokum sátu gestir boð hafnarinnar á Kaffi Króki þar sem kynnt var samantekt Harðar Ingimarssonar um fárviðrið sem gekk yfir Norðurland þennan örlagaríka dag og birtist í fréttablaðinu Feyki. Alls létust 25 menn í þessu voðaveðri.