Íslandsganga Margir höfðu gaman af að sjá myndir Steingríms J.
Íslandsganga Margir höfðu gaman af að sjá myndir Steingríms J. — Morgunblaðið/Líney
Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Heimilisfólkið á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fékk óvænta og skemmtilega heimsókn núna milli hátíða. Gesturinn var Steingrímur J.
Eftir Líneyju Sigurðardóttur

Þórshöfn | Heimilisfólkið á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fékk óvænta og skemmtilega heimsókn núna milli hátíða. Gesturinn var Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður sem kom og hafði meðferðis myndasyrpu frá Íslandsgöngu sinni í sumar sem leið, frá Reykjanestá að Langanesfonti. Myndirnar sýndi hann með skjávarpa á stóru tjaldi og rakti ferðasöguna og útskýrði myndirnar, eins og honum einum er lagið.

Sýningin var á við heila kennslubók í landafræði en auk þess afar skemmtileg, að áliti allra viðstaddra en margir gestir höfðu áhuga á að sjá Íslandsgöngu Steingríms og drifu sig því í heimsókn á Naustið.

Það er kærkomin tilbreyting fyrir fólk sem orðið er lasburða og fer lítið af bæ að fá heimsókn sem þessa, ekki spillir að sjá á heilum vegg fallegar sumarmyndir af Íslandinu góða, kryddaðar litríkum lýsingum og vísukornum.

Kalt var vatnið, hvíldin holl

kyrrð í fjallasalnum.

Yndislegt var að á við Koll

innst í Heljardalnum;

sagði Steingrímur J. Sigfússon göngumaður í lok sýningarinnar og hlaut hann bestu þakkir áhorfendanna og skemmtun og fróðleik.