[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
grænir hristingar & djús grænn djús 300 g spínat frá himneskri hollustu (eða annað dökkgrænt t.d.
grænir hristingar &

djús grænn djús

300 g spínat frá himneskri hollustu (eða annað dökkgrænt t.d. klettasalat eða grænkál

4-5 sellerístilkar

2-3 græn epli

1 lime

2 cm engiferrót

- allt sett í gegnum djúsvél

- gott að drekka með klaka útí

möndlumjólk

1 dl möndlur

4 dl vatn

- allt sett í blandara og blandað vel saman

- sigtað og tilbúið

- hægt að setja ¼ tsk vanilluduft og 4 döðlur út í

berjahristingur með grænu tedufti

1 dl vatn

4 dl frosin hindber eða jarðarber

1-2 bananar

½-1 bréf af original green tea powder

- setjið allt í blandara og blandið þar til silkimjúkt

sætur vínberja-

og spínatdrykkur

400 g græn steinlaus vínber

4 sellerístilkar, skornir í litla bita

100 g hnefi spínat frá himneskri hollustu

¼ stk lime, afhýtt & steinhreinsað

- setjið vínberin í blandarann og blandið vel

- setjið selleríið og spínatið út í og blandið, bætið avókadóinu út í og blandið vel

grænn og suðrænn

1 dl vatn eða möndlumjólk

150 g ferskur ananas eða papaja, afhýtt og steinhreinsað

8-10 jarðarber

100 g frosið eða ferskt mangó

1 banani - ferskur eða frosinn - afhýddur og skorinn í bita

50 g spínat frá himneskri hollustu

5 myntulauf

- allt sett í blandara og blandað vel saman

grænn mangó

3 dl vatn eða möndlumjólk

100 g babyleaf-blanda frá himneskri hollustu

1 stk eða 200 g mangó, afhýtt og skorið frá steininum

½ banani, afhýddur og skorinn í bita

½ avókadó, afhýtt, steinhreinsað og skorið í bita

1 lime, afhýtt og steinhreinsað

10 blöð sítrónumelissa

- allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað vel saman

- hægt að nota einn banana og sleppa avókadóinu eða eitt avókadó og sleppa banananum

græn bláberjabomba

3 dl möndlumjólk (eða vatn)

100 g spínat frá himneskri hollustu

4 dl frosin eða fersk bláber

1 banani

1 cm engiferrót, afhýdd

- allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað saman

grænn epla- og

sellerísenuþjófur

3 dl vatn eða vatnið innan úr young coconut eða möndlumjólk

50 g klettasalat frá himneskri hollustu

2 græn epli, lífræn frá Earth bound farm - fást í Hagkaupum

80 g sellerírót, í litlum bitum

1 banani, afhýddur og skorinn í bita

- allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað vel saman

grænn og kryddaður

4 dl vatn innan úr young coconut eða venjulegt vatn

½-1 lime, afhýtt og steinhreinsað

100 g spínat

25 g ferskur kóríander

100 g agúrka

50 g spírur

1 grænt epli

1 hvítlauksrif

5 g eða smá bútur ferskur engifer

1 limelauf

1 daðla

smá sjávarsalt

- allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað vel saman