Bálförum hefur fjölgað mikið hér á landi á síðustu árum. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að á síðasta ári hafi þær verið um 17% á landinu öllu, en hlutfallið í Reykjavík væri um 25%.
Bálförum hefur fjölgað mikið hér á landi á síðustu árum. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að á síðasta ári hafi þær verið um 17% á landinu öllu, en hlutfallið í Reykjavík væri um 25%. Annars staðar á Norðurlöndum eru bálfarir mun algengari. Í Danmörku og Svíþjóð er hlutfallið á landsvísu yfir 70% og í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi er hlutfallið yfir 95%. Á vef Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma getur fólk fyllt út beiðni um bálför.