Bensínsamkeppni Bensínorkan ráðgerir að opna nýja eldsneytissölu á Egilsstöðum á næstu vikum og mun hún standa við Þjóðveg 1 við Egilsstaði. Fyrir eru á Egilsstöðum bensínstöðvar Skeljungs og Esso og í Fellabæ handan Fljóts er Olís með stöð.
Bensínsamkeppni Bensínorkan ráðgerir að opna nýja eldsneytissölu á Egilsstöðum á næstu vikum og mun hún standa við Þjóðveg 1 við Egilsstaði. Fyrir eru á Egilsstöðum bensínstöðvar Skeljungs og Esso og í Fellabæ handan Fljóts er Olís með stöð. Bensínorkan leitar víðar fanga á Austurlandi og hefur sótt um lóð í Neskaupstað, við Strandgötu 15. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti umsóknina nýverið með fyrirvara um grenndarkynningu.