Selfoss | 821 umsækjandi fékk tilboð um skólavist í dagskóla Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Eru nemendur boðaðir í skólann föstudaginn 6. janúar kl. 10.

Selfoss | 821 umsækjandi fékk tilboð um skólavist í dagskóla Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Eru nemendur boðaðir í skólann föstudaginn 6. janúar kl. 10. Af þessum hópi eru 19 grunnskólanemendur sem taka framhaldsskólaáfanga í fjarnámi við skólann. Sambærilegar tölur fyrir ári voru 774 og 24 í fjarnámi.

Átján nemendur eru innritaðir til náms í meistaraskólanum en á sama tíma í fyrra voru þeir 31 auk 34 nemenda sem þá stunduðu kvöldskólanám í húsasmíði. 160 nemendur fengu nú sérstakt áminningar- eða hvatningarbréf í ljósi lélegrar skólasóknar og lítils námsárangurs en fyrir ári síðan voru þeir 101.

21 nemandi fékk nú synjun um skólavist í Fjölbrautaskóla Suðurlands vegna lélegrar skólasóknar og slaks námsárangurs. Til samanburðar má geta þess að í júní sl. var sambærileg tala 15, í desember 2004 var um 9 nemendur að ræða og 25 nemendur í júní 2004.