SEX krókaaflamarksbátar hafa fiskað meira en 1.000 tonn á árinu. Þá er fjöldi þeirra sem aflað hafa meira en 500 tonn 21. Aflahæstur er að venju Guðmundur Einarsson með 1.360 tonn. Afli þessara sex báta var eftirfarandi: Guðmundur Einarsson ÍS 1.
SEX krókaaflamarksbátar hafa fiskað meira en 1.000 tonn á árinu. Þá er fjöldi þeirra sem aflað hafa meira en 500 tonn 21. Aflahæstur er að venju Guðmundur Einarsson með 1.360 tonn. Afli þessara sex báta var eftirfarandi: Guðmundur Einarsson ÍS 1.360 tonn, Hrólfur Einarsson ÍS 1.346 tonn, Narfi SU 1.158 tonn, Hópsnes GK 1.081 tonn, Daðey GK 1.067 tonn og Kristinn SH 1.017 tonn. Tölurnar hér að ofan eru fengnar af heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, sem hefur sótt þær til Fiskistofu.