3 stórar gulrætur
1 blaðlaukur
3 laukar
3 tsk Rapunzel-jurtakraftur
3 msk Rapunzel-ólívuolía
4 dl vatn
1 krukka DeRit soðnar linsur
1 krukka DeRit-tómatpuré
Brecht-picatakrydd
þurrkað oregano
1 dl rjómi, sojarjómi eða hafrarjómi
Rapunzel-lasagneplötur
Þá er allt sett í eldfast mót. Fyrst eitt lag af lasagneplötum (ath. að ekki þarf að forsjóða lasagneplöturnar). Síðan fyllingin og lasagneplötur til skiptis, fylling efst. Þetta þarf að baka í ofni við 200°C í ca 50 mín. Þá er lasagnað tekið úr ofninum og ostur settur yfir og bakað í 10 mín. í viðbót.
Borið fram með góðu hrásalati.
Eplakaka
1 dl hrásykur
100 g smjör
2 ½ dl lífræn mjólk, sojamjólk eða haframjólk
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
½-1 bréf Rapunzel-vanillusykur
4 dl sigtað speltmjöl
4-5 meðalstór epli
Afhýðið eplin og skerið í báta og setjið í deigið. Stráið 2-3 tsk. af kanelsykri yfir. Bakað í ofni í 45 mín. við 180°C. Borið fram með þeyttum rjóma.
Hýðishrísgrjóna- og hafragrautur
1 dl heilir hafrar
4 dl vatn
sjávarsalt
lífræn nýmjólk, sojamjólk eða haframjólk
Rapunzel-apríkósur, fíkjur og hörfræ eftir smekk
Þennan graut má einnig gera þannig að kornið er soðið kvöldið áður og þá þarf aðeins að sjóða það í 10-15 mínútur. Þá er slökkt á hellunni en potturinn látinn vera áfram á henni og standa yfir nótt. Þá er kornið tilbúið morguninn eftir. Heilt soðið korn geymist í kæli í þéttu íláti í nokkra daga.
Einnig er gott að setja út í grautinn möndlur, sesamfræ og sólblómafræ. Í þeim er mikið af góðum fitusýrum og næringarefnum. Í sesamfræjum er sérstaklega mikið af kalki.
Speltpitsa með hirsi
Pitsubotn:
7 dl sigtað speltmjöl
4 msk Rapunzel-ólívuolía
1 tsk Rapunzel-sjávarsalt
1 msk þurrger (½ bréf Rapunzel-þurrger)
2 dl volgt vatn
Fylling:
½ kg laukur fínskorinn
3 stórar gulrætur grófrifnar
1 gul paprika skorin smátt (má sleppa)
5 msk ólívuolía
2 dl vatn
3 tsk. Rapunzel-jurtakraftur
4-5 tsk pitsakrydd eða oregano
½ krukka Fertilia-pitsasósa
1-2 tsk túnfiskur (má sleppa)
rifinn ostur
Hirsi
3 dl vatn
1 tsk sjávarsalt
Því næst er hirsið soðið. Það er fyrst skolað vel með köldu vatni og einnig í lokin með sjóðandi vatni, til að skola burt saponinefni sem eru í ysta hýðinu. Síðan er það soðið við lægsta hita undir loki í 10 mín. Þá er slökkt á hellunni, lokið tekið af og hirsið látið standa áfram á hellunni í nokkrar mínútur og síðan látið kólna.
Þá er það fyllingin. Grænmetið er látið malla í ólívuolíunni við lægsta hita í 7-10 mín. Þá er vatninu bætt út í og jurtakrafti og þetta látið malla áfram við lægsta hita í 10 mín. eða þar til vatnið hefur soðið niður.
Fletjið út deigið í stóra ofnskúffu. Pitsasósunni smurt á, hirsinu stráð yfir og fyllingin sett yfir og að síðustu túnfiskurinn. Að síðustu er jurtakryddi og rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni í 20-25 mín. við 200°C.
Uppskriftir: Rúnar Sigurkarlsson