NIKOLETT Varga handknattleikskona frá Ungverjalandi sem leikið hefur með ÍBV í vetur spilar ekki fleiri leiki með liðinu á yfirstandandi leiktíð.

NIKOLETT Varga handknattleikskona frá Ungverjalandi sem leikið hefur með ÍBV í vetur spilar ekki fleiri leiki með liðinu á yfirstandandi leiktíð. Á heimasíðu ÍBV kemur fram að Varga sé ófrísk og getur hún

þar af leiðandi ekki spilað fleiri leiki með Eyjaliðinu í vetur, en hún kom til landsins úr jólafríi. ÍBV rifti í kjölfarið samningi við leikmanninn sem heldur af landi brott á næstunni en Eyjamenn geta ekki fyllt skarð hennar með nýjum erlendum leikmanni því lokað er fyrir félagaskipti.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir ÍBV sem er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Haukum en keppni í DHL-deildinni hefst að nýju eftir vetrarhlé um næstu helgi. Varga gekk í raðir ÍBV í október og hafði spilað síðustu fjóra leiki liðsins.