— Morgunblaðið/jt
OPIÐ hús var víða í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli á gamlársdag og hjá Flugklúbbnum Þyt komu félagsmenn og gestir þeirra saman eins og venjan er þennan dag.
OPIÐ hús var víða í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli á gamlársdag og hjá Flugklúbbnum Þyt komu félagsmenn og gestir þeirra saman eins og venjan er þennan dag. Hallgrímur Jónsson, formaður Þyts, ávarpaði Dagfinn Stefánsson og færði honum gjöf í tilefni nýlegs áttræðisafmælis hans. Annars er dagskrá jafnan frjálsleg en menn skeggræða um flugsins gagn og nauðsynjar, skoða vélarnar og velta vöngum yfir fortíð og framtíð. Á myndinni eru frá vinstri Hallgrímur Jónsson, Ottó Tynes, Dagfinnur Stefánsson og Axel Sölvason.