READING náði 10 stiga forskoti á toppi ensku 1. deildarinnar þegar liðið burstaði Cardiff á heimavelli sínum í gær, 5:1. Þetta var 27. deildarleikur Reading í röð án ósigurs eða frá því í fyrstu umferðinni þegar liðið lá fyrir Plymouth.

READING náði 10 stiga forskoti á toppi ensku 1. deildarinnar þegar liðið burstaði Cardiff á heimavelli sínum í gær, 5:1. Þetta var 27. deildarleikur Reading í röð án ósigurs eða frá því í fyrstu umferðinni þegar liðið lá fyrir Plymouth. Ívar Ingimarsson lék allan tímann fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum. Ívar var nálægt því að skora en markvörður Cardiff náði að verja hörkuskalla Stöðvfirðingsins.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan tímann á miðjunni hjá Leicester sem tapaði fyrir Crystal Palace, 2:0. Leicester er komið í bullandi fallbaráttu en liðið er án sigurs í átta leikjum í röð og stigi frá fallsæti.

Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Stoke sem gerði 2:2 jafntefli við Ipswich á heimavelli eftir að hafa lent 2:0 undir.

Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Plymouth í gegn Leeds og Gylfi Einarsson var ekki í hópnum hjá Leeds.