EIN þekktasta og vinsælasta sveit '68-kynslóðarinnar, Pops, ætlar að koma saman á Kringlukránni um næstu helgi en hún hefur nú fengið til liðs við sig, alla leið frá Noregi, hinn ástsæla söngvara Eirík Hauksson.
EIN þekktasta og vinsælasta sveit '68-kynslóðarinnar, Pops, ætlar að koma saman á Kringlukránni um næstu helgi en hún hefur nú fengið til liðs við sig, alla leið frá Noregi, hinn ástsæla söngvara Eirík Hauksson. Pops hefur í meira en áratug skemmt gestum á Kringlukránni í kringum þrettándann við frábæran orðstír og það verður því sönn þrettándagleði á Kringlukránni bæði föstudag og laugardag þegar Pops og Eiríkur Hauksson fara í gegnum "sixties"-smellina með Bítlunum, Stones, Dylan, Kinks og fleirum. Þrettándinn er eins og allir vita besti tíminn til að taka fram dansskóna og það verða "grimm sjúkheit" í gangi allan tímann, eins og Pétur heitinn Kristjánsson, fyrrverandi söngvari Pops, hefði eflaust sagt.