FITA er nauðsynleg líkamanum, hún flytur fituleysanleg vítamín A, D, E og K gegnum líkamann og ver innvortis líffærin. Hún getur líka innihaldið ómissandi fitusýrur sem eru sagðar hafa jákvæð áhrif á hjartað og ónæmiskerfið.

FITA er nauðsynleg líkamanum, hún flytur fituleysanleg vítamín A, D, E og K gegnum líkamann og ver innvortis líffærin. Hún getur líka innihaldið ómissandi fitusýrur sem eru sagðar hafa jákvæð áhrif á hjartað og ónæmiskerfið. Fita er uppspretta orkunnar, sem þýðir að ef þú borðar mikið af feitum mat er líklegt að þú fitnir. En að vita muninn á ómettaðri og mettaðri fitu getur hjálpað til segir á vefslóð BBC .

Mettuð fita er venjulega föst við herbergishita og er oftast dýrafita. Það er hægt að finna hana í feiti, smjöri, hörðu smjörlíki, osti, ófituskertri mjólk og öllu sem inniheldur þessar vörur, eins og kökum, súkkulaði, kexi og bökum. Mettuð fita er líka hvíta fitan sem þú sérð á rauðu kjöti og undir skinni alifugla.

Best er að borða sem minnst af mettaðri fitu, en þeir sem borða mikið af henni eru í aukinni hættu á að fá kransæðasjúkdóma.

Ómettuð fita er vanalega fljótandi í herbergishita og kemur oftast af grænmeti. Ómettuð fita er hollari en mettuð fita og má finna hana í grænmetisolíum eins og sesam, sólblóma, soja og olívu; fiskur eins og makríll, sardínur og lax innihalda líka ómettaða fitu.

Mikið af mat inniheldur bæði mettaða og ómettaða fitu, en hann er sagður vera annað hvort eftir því hvor fitan er í meirihluta. Þannig að olífuolía með hollri ómettaðri fitu inniheldur líka mettaða fitu.