Eggert Þorleifsson í hlutverki Rósalindar.
Eggert Þorleifsson í hlutverki Rósalindar. — Morgunblaðið/ÞÖK
Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu tvö leikár í röð. Vegna fjölda áskorana hefur nú verið ákveðið að taka verkið aftur upp núna eftir áramótin. Fyrsta sýning verður 7. janúar.

Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu tvö leikár í röð. Vegna fjölda áskorana hefur nú verið ákveðið að taka verkið aftur upp núna eftir áramótin. Fyrsta sýning verður 7. janúar. Eggert Þorleifsson hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla vorið 2004 fyrir túlkun sína á hinni fjörgömlu Rósalind.

Auk Eggerts leika í sýningunni: Ilmur Kristjánsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Davíð Guðbrandsson.

Sýningin tekur 1 klst. og 20 mínútur í flutningi án hlés.