NEMENDUR á þriðja námsári á leikskólabraut í Kennaraháskóla Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þeir telji sér ómögulegt að koma til starfa sem leikskólakennarar að lokinni útskrift í vor verði kjarasamningar ekki teknir til...
NEMENDUR á þriðja námsári á leikskólabraut í Kennaraháskóla Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þeir telji sér ómögulegt að koma til starfa sem leikskólakennarar að lokinni útskrift í vor verði kjarasamningar ekki teknir til endurskoðunar.
"Við munum ekki sætta okkur við núverandi starfsumhverfi og launakjör og krefjumst þess að ástandið verði lagað. Við styðjum því leikskólakennara í þeirra baráttu og í öllum þeim aðgerðum sem þeir telja sig knúna til að grípa til," segir m.a. í yfirlýsingunni.