Hjálmar Freysteinsson yrkir um áramót og þykir tíminn líða hratt:
Áfram tíminn tifar enn
taktfast, örugglega,
ætlar að gera úr mér senn
ellilaunaþega.
Það gerir Einar Kolbeinsson einnig:
Komin nú er, hver fær séð,
kveðjustundin grimm,
með tregafullum tárum kveð,
2005.
Síðan burtu sorgir rek,
sálarþrekið vex,
og með gleðitárum tek,
mót 2006.
Og loks yrkir Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit:
Framrás tíðar fæst ei breytt
farinn sami slóðinn,
safnast hefur ennþá eitt
ár í tímasjóðinn.
pebl@mbl.is