FJÖLTÆKNISKÓLI Íslands útskrifaði sína fyrstu nemendur undir nýju nafni skólans og úr sameinuðum skóla 20. desember sl. en á vorönn var Vélskóla Íslands og Stýrimannaskólanum í Reykjavík formlega slitið í síðasta sinn. Nemendur Fjöltækniskólans útskrifuðust með skipstjórnarpróf og vélstjórnarpróf og vélstjórar samhliða með stúdentspróf. Nemendur sem luku námi frá Fjöltækniskólanum að þessu sinni voru 14.
Viðurkenningar hlutu Andri Leifsson skipstjórnarsviði fyrir hæstu einkunn siglingagreina, Atli Sigmar Hrafnsson skipstjórnarsviði fyrir íslensku, Sigurður Bergmann Gunnarsson fyrir vélstjórnargreinar, Sigurður Bergmann Gunnarsson og Bjarni Valur Einarsson, báðir á vélstjórnarsviði, fyrir vélstjórnargreinar. Viðurkenningu fyrir 100% mætingu fengu þeir Davíð Óðinn Bragason, Guðmundur Grétar Bjarnason, Halldór Ingi Ingimarsson og Reynir Baldursson.