Innbrot Brotist var inn í menningarmiðstöð ungs fólks, Húsið, á Akureyri nú eftir jólin. Er þetta í fjórða skiptið á jafn mörgum árum sem brotist er þar inn. Þjófarnir stálu sjónvarpstæki og heimabíókerfi.
Innbrot Brotist var inn í menningarmiðstöð ungs fólks, Húsið, á Akureyri nú eftir jólin. Er þetta í fjórða skiptið á jafn mörgum árum sem brotist er þar inn. Þjófarnir stálu sjónvarpstæki og heimabíókerfi. Jafnframt var stolið ómetanlegum rafmagnsgítar, sjö strengja Jackson, þeim eina sem er til á landinu. Að sögn Guðrúnar Höllu Jónsdóttur, forstöðumanns Hússins, er tjónið ómetanlegt og hvetur hún alla þá sem vita eitthvað um innbrotið að hafa samband við lögregluna á Akureyri.