Mikill fjöldi fólks var saman kominn á Skólavörðuholti þegar árið 2006 gekk í garð. Það vakti sérstaka athygli viðstaddra þegar hljómsveitin Sigur Rós kom marserandi upp Skólavörðustíginn ásamt fríðu föruneyti.
Mikill fjöldi fólks var saman kominn á Skólavörðuholti þegar árið 2006 gekk í garð. Það vakti sérstaka athygli viðstaddra þegar hljómsveitin Sigur Rós kom marserandi upp Skólavörðustíginn ásamt fríðu föruneyti. Hersingin var klædd upp eins og lúðrasveit og lék hún tónlist eftir því, áheyrendum til mikillar ánægju. Það vakti hins vegar ekki eins mikla kátínu þegar klukkan á vesturhlið Hallgrímskirkju stöðvaðist örfáum mínútum fyrir miðnætti. Fagnaðarlætin á Skólavörðuholtinu voru því ekki eins vel samstillt þessi áramót eins og oft áður.