STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Reading, hrósaði sínum mönnum mikið eftir stórsigurinn á Cardiff í gær í 1. deildar keppninni í Englandi, 5:1. "Strákarnir léku mjög vel - sýndu frábæran leik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk.
STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Reading, hrósaði sínum mönnum mikið eftir stórsigurinn á Cardiff í gær í 1. deildar keppninni í Englandi, 5:1. "Strákarnir léku mjög vel - sýndu frábæran leik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Við leikum mjög góða knattspyrnu um þessar mundir - erum yfirvegaðir í vörn og hættulegir í sóknarleiknum," sagði Coppell, sem er svo sannarlega ánægður með sína menn og hann má vera það. "Þeir eru snöggir og kraftmiklir. Við lékum fjóra leiki á aðeins átta dögum og fengum tíu stig af tólf mögulegum," sagði Coppell, sem hrósaði Ibrahima Sonko, varnarmanninum sterka frá Senegal, sem hafnaði sæti í landsliði Senegal í Afríkukeppninni, til að geta einbeitt sér að því að leika með Reading og leggja sitt af mörkum til að liðið náði að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir það að Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson leiki með liðinu í efstu deild næsta vetur.