[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Myndi lífið ekki batna ef við legðum á okkur að drekka meira af ferskum hristingi með blaðgrænu og súrefni sem hjálpa góðu bakteríunum í meltingarveginum?

Myndi lífið ekki batna ef við legðum á okkur að drekka meira af ferskum hristingi með blaðgrænu og súrefni sem hjálpa góðu bakteríunum í meltingarveginum? Ef okkur tækist það myndum við líklega verða duglegri við að labba út í næstu heilsuvöruverslun og kaupa vín, osta og kjöt úr lífrænt ræktuðu hráefni og þurrvöru á yfirmarkaðsverði, í anda sanngjarnra viðskiptahátta eða blanda okkur snöggvast afeitrandi súpu. Ef við viljum hugsa vel um börnin okkar byrjum við að huga að næringu þeirra áður en þau byrja að vaxa í móðurkviði, vilja sumir meina. Margir álíta að þeir sem kaupa lífrænt ræktuð matvæli hljóti að hafa meira fé milli handanna en aðrir, en á það er bent að þeir sem þannig versla séu einfaldlega að forgangsraða heilsunni framfyrir fín föt eða bíl. Margir sem breyta lífsstílnum segja að þeim líði miklu betur . Til þess að geta það þurfum við að snúa baki við sykurpúkanum og fitupúkanum . Hinn grimmi næringarþerapisti snýr fólki frá villu síns vegar og segir að vindgangur og a ndremma séu alls ekki til marks um góða meltingu. En það eru ekki bara meltingarfærin sem finna fyrir álagi, maður þarf að gefa sér tíma til þess að stunda jóga og upplifa einingu og heild. En til þess þarf maður líklega tölvuvædda skó og íþróttafatnað sem hugsar . Eða hvað?

Lifum heil á nýju ári!