Jóhann Björgvinsson segir alla geta stundað pilates.
Jóhann Björgvinsson segir alla geta stundað pilates. — Morgunblaðið/Sverrir
Jóhann Björgvinsson dansari og pilates-kennari, CPI, verður með tíu tíma námskeið í pilates-gólfæfingum í vetur, bæði fyrir byrjendur og framhaldsnámskeið.

Jóhann Björgvinsson dansari og pilates-kennari, CPI, verður með tíu tíma námskeið í pilates-gólfæfingum í vetur, bæði fyrir byrjendur og framhaldsnámskeið. Jóhann byrjaði að æfa pilates fyrir sjö árum og fór í framhaldi af því og lærði pilates í viðurkenndu stúdíói í Atlanta í Bandaríkjunum. Pilates gengur meðal annars út á að styrkja stoðkerfi líkamans og tengingu hugar og líkama þegar æfingarnar eru gerðar.

Unnið er að því að bæta líkamsstöðu og lengja vöðvana sem opnar fyrir flæði í líkamanum.

Jóhann gaf nýverið út dvd-disk með byrjendaæfingum í pilates. Hann er ætlaður algerum byrjendum, því farið er í undirbúningskerfi pilates og byrjendakerfi, en leiðsögnin hentar líka lengra komnum. Á landinu eru starfandi þrír faglærðir pilates-kennarar.

Fyrsti tíminn verður mánudaginn 9. janúar og kennir Jóhann í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins á Eiðistorgi og hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. Tímarnir verða frá 8 til 8.50 og 12.10 og 13, alla daga vikunnar. Þeir eru ætlaðir öllum aldurshópum.

Tíu tíma námskeið kostar 15.000 krónur og ekki nauðsynlegt að hafa dýnu meðferðis. Viðeigandi fatnaður er hvaðeina sem manni þykir þægilegt, segir Jóhann ennfremur.

Nánari upplýsingar: joipilates@hotmail.com