STYRKTARFÉLAG vangefinna hefur síðastliðin tvö ár tekið þátt í verkefni sem nefnist "Ég er til, þess vegna elska ég".

STYRKTARFÉLAG vangefinna hefur síðastliðin tvö ár tekið þátt í verkefni sem nefnist "Ég er til, þess vegna elska ég". Verkefnið er að hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu undir merkjum Socrates-Grundtvig-áætlunarinnar og unnu eftirtalin 6 Evrópulönd; Ítalía, Bretland, Spánn, Frakkland, Rúmenía og Ísland, að gerð verkefnisins. Tilgangur verkefnisins er að efla sjálfsvitund fullorðins fólks með þroskahömlun um sjálfsmynd þess og kynferði.

Kynntar verða niðurstöður úr könnununum, ásamt afurðinni sem er geisladiskur og handbók, á morgunverðarfundi á Grand hóteli föstudaginn 6. janúar kl. 8.30-10. Skráning er hafin á skrifstofu Styrktarfélagsins í síma 5515941. Aðgangseyrir er 1.300 kr. sem greiðist við inngang og er morgunverðarhlaðborð innifalið í verðinu.