GÍSLI Gíslason, nýráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að hugsast geti að fyrirtækið komi að fjármögnun Sundabrautar verði framkvæmdin boðin út sem einkaframkvæmd.
GÍSLI Gíslason, nýráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að hugsast geti að fyrirtækið komi að fjármögnun Sundabrautar verði framkvæmdin boðin út sem einkaframkvæmd. Spurningin sé hvaða aðferðafræði menn vilji beita, verði um einkaframkvæmd að ræða, en Gísli segir menn tilbúna til að kanna málið ef verkið færi í einhvers konar einkaframkvæmd. Fyrirtækið á 23,5% eignarhlut í Speli. Ríkið á einnig stóran hlut í Speli. Með stofnun Faxaflóahafna sameinaðist rekstur Reykjavíkurhafnar, Grundartangahafnar, Akraneshafnar og Borgarneshafnar. Gísli segir ljóst að áhrifin af sameiningu hafnanna verði mun fyrr virk ef Sundabrautin verði tekin í notkun innan fárra ára. |
26