Rógvi Jakobsen
Rógvi Jakobsen
FÆREYINGURINN Rógvi Jacobsen, sem leikið hefur með KR í Landsbankadeildinni í sumar sem og í fyrrasumar, er hættur hjá félaginu og genginn til liðs við HB í Þórshöfn í Færeyjum. Gengið var frá samningum þessa efnis um helgina.

FÆREYINGURINN Rógvi Jacobsen, sem leikið hefur með KR í Landsbankadeildinni í sumar sem og í fyrrasumar, er hættur hjá félaginu og genginn til liðs við HB í Þórshöfn í Færeyjum. Gengið var frá samningum þessa efnis um helgina. Hann hélt til Færeyja fyrir helgina og skrifað síðan undir samning við sitt gamla félag á laugardaginn.

Rógvi lék níu leiki með KR í Landsbankadeildinni í sumar og gerði eitt mark. Hann náði ekki að vinna sér fast sæti í liðinu, fór inn og út úr byrjunarliðinu og óskaði því sjálfur eftir að fá að fara. KR og HB komust að samkomulagi um að losa hann undan samningi hjá KR.

Rógvi lék einnig með KR í fyrra eins og áður segir og skoraði þá 3 mörk fyrir félagið í 17 leikjum í Landsbankadeildinni. Rógvi var í vetur sem leið á mála hjá danska félaginu Sönderjysk og var á tímabili tvísýnt um hvort hann kæmi aftur til KR.