Í fyrra hlupu 133 milli Landmannalauga og Þórsmerkur.
Í fyrra hlupu 133 milli Landmannalauga og Þórsmerkur. — Morgunblaðið/Rúnar
ALDREI hafa fleiri skráð sig til leiks í hið árlega 55 kílómetra langa Laugavegarhlaup sem fer fram hinn 15. júlí nk. Þátttakendur verða nú 150 og er það aukning um 17 frá því í fyrra. Skráningu er nú lokið. Hlaupararnir eru frá 12 löndum.

ALDREI hafa fleiri skráð sig til leiks í hið árlega 55 kílómetra langa Laugavegarhlaup sem fer fram hinn 15. júlí nk. Þátttakendur verða nú 150 og er það aukning um 17 frá því í fyrra. Skráningu er nú lokið.

Hlaupararnir eru frá 12 löndum. Alls eru 87 Íslendingar skráðir til keppni og 63 frá öðrum löndum. Bretar eru í miklum meirihluta erlendra þátttakenda eða alls 30 en einnig eru 14 Þjóðverjar skráðir til keppni.

Laugavegurinn er fræg gönguleið milli Landmannalauga og Húsadals í Þórsmörk. Hlaupið er mikil þrekraun enda er það 13 kílómetrum lengra en hefðbundið maraþon, auk þess sem hækkunin á leiðinni er 800 metrar og undirlag óslétt. Hæsti punktur leiðarinnar er við Hrafntinnusker.