— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
KAUPÞING banki er í 177. sæti yfir þúsund stærstu banka í heimi samkvæmt samantekt alþjóðlega fjármálatímaritsins The Banker en tímaritið birtir slíkan lista einu sinni á ári. Í fyrra var Kaupþing banki í 211. sæti og hefur því hækkað um 34 sæti.

KAUPÞING banki er í 177. sæti yfir þúsund stærstu banka í heimi samkvæmt samantekt alþjóðlega fjármálatímaritsins The Banker en tímaritið birtir slíkan lista einu sinni á ári. Í fyrra var Kaupþing banki í 211. sæti og hefur því hækkað um 34 sæti.

Við niðurröðun banka á listann er eigið fé bankanna í lok ársins 2005 lagt til grundvallar. Landsbanki Íslands er í 236. sæti listans og Glitnir er í 300. sæti. Þá er breski bankinn Singer & Friedlander, sem er í eigu Kaupþings banka, í 514 sæti á listanum, en Singer & Friedlander er 19 stærsti banki Bretlands.

Í fyrsta sæti á listanum er bandaríski bankinn Citigroup, breski bankinn HSBC er í öðru sæti og bandaríski bankinn Bank of America er í því þriðja. Bandaríski bankinn JP Morgan Chase & Co er í fjórða sæti, japanski bankinn Mitsubishi UFJ Financial Group er í því fimmta, franski bankinn Crédit Agrocole Groupe er í því sjötta og Royal Bank of Scotland, sem skráður er í Bretlandi, er í því sjöunda. Þá er hinn japanski Mitsui Financial Group í því áttunda, landi hans Mizuho Financial Group í því níunda og spænski bankinn Santander Central Hispano er í því tíunda.