* SIGRÚN Brá Sverrisdóttir varð í 18. sæti í 200 m skriðsundi á EM unglinga á Mallorku á sunnudaginn, synti á 2.07,98 mín. Keppendur voru 25 talsins. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 20. sæti af 26 keppendum í 200 m fjórsundi á 2.29,45.
* SIGRÚN Brá Sverrisdóttir varð í 18. sæti í 200 m skriðsundi á EM unglinga á Mallorku á sunnudaginn, synti á 2.07,98 mín. Keppendur voru 25 talsins. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 20. sæti af 26 keppendum í 200 m fjórsundi á 2.29,45.

*NENAD Perunicic , handknattleiksmaðurinn þrautreyndi, hefur gengið til liðs við Barcelona . Perunicic er 35 ára gamall og hafði fyrir nokkru verið afskrifaður sem handknattleiksmaður í fremstu röð vegna þrálátra meiðsla í öxl. Hann blés á allar þær vangaveltur í vetur með því að leika afar vel með Bidasoa Irun í spænsku 1. deildinni. Perunicic hefur víða verið á ferli sínum og m.a. varð hann Evrópumeistari undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg árið 2001.

* JONATHAN Woodgate segist vart getað beðið eftir að mæta á æfingu hjá Real Madrid á miðvikudaginn til þess að sýna nýjum þjálfara liðsins Fabio Capello hvers hann er megnugur. Woodgate hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid . Hann var meiddur alla fyrstu leiktíðina og loks þegar hann hafði jafnað sig á meiðslum á síðasta tímabili skoraði hann sjálfsmark og var rekinn af leikvelli. Eftir það glímdi hann við þrálát meiðsli og missti mikið úr. Nú segist Woodgate vera orðinn stálsleginn og vera tilbúinn í slaginn í slaginn með stórliðinu.

* FABIO Capello, nýr þjálfari Real Madrid , hefur hætt við fyrirhugaða æfingaferð liðsins til Chile , en þangað ætlaði liðið að fara 12. ágúst.

* GARRY Flitcroft er tilneyddur til þess að hætta knattspyrnuiðkun vegna meiðsla í hné, 33 ára gamall. Flitcroft lék með Sheffield United síðari hluta síðasta keppninstímabils en þar áður hafði hann leikið með Blackburn um tíu ára skeið.

* HARRY Redknapp , knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth , hefur bæst í hóp þeirra sem vilja fá Sol Campbell í sínar raðir. Áður hafa forráðamenn Inter Mílanó og Fenerbahce lýst yfir áhuga á miðverðinum sterka sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal .

* JUVENTUS keypti um helgina búlgarska framherjann Valeri Bojinov frá Fiorentina og lét hinn rúmenska Adrian Mutu í skiptum. Bojinov þykir mjög efnilegur en hann hefur leikið ellefu landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára. Hann skoraði sex mörk í 27 leikjum fyrir Fiorentina á síðustu leiktíð.

* LeBRON James , leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA deildinni bandarísku framlengdi í gær samning sinn við félagið fram á mitt ár 2012. Samningurinn færir ungstirninu, sem er 21 árs, rúmar 100 milljónir króna í laun á mánuði.