Frá vinstri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri, Kristján Þór Einarsson golfari, Ólafur Þór Arnalds tónsmiður, Árni Már Árnason sundmaður, Brynja Finnsdóttir frjálsíþróttamaður, Sigrún Harðardóttir, fiðlu- og trompetleikari, Embla Ágústsdóttir sundmaður og Hafsteinn Pálsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar.
Frá vinstri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri, Kristján Þór Einarsson golfari, Ólafur Þór Arnalds tónsmiður, Árni Már Árnason sundmaður, Brynja Finnsdóttir frjálsíþróttamaður, Sigrún Harðardóttir, fiðlu- og trompetleikari, Embla Ágústsdóttir sundmaður og Hafsteinn Pálsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar.
MOSFELLSBÆR úthlutaði á dögunum styrkjum til efnilegra ungmenna svo þau geti alfarið lagt stund á íþrótta-, tómstunda- eða listgrein sína sumarið 2006. Styrkjunum er jafnframt ætlað að hvetja ungmennin til afreka hvert á sínu sviði.
MOSFELLSBÆR úthlutaði á dögunum styrkjum til efnilegra ungmenna svo þau geti alfarið lagt stund á íþrótta-, tómstunda- eða listgrein sína sumarið 2006. Styrkjunum er jafnframt ætlað að hvetja ungmennin til afreka hvert á sínu sviði. Styrkirnir eru alls að andvirði 1.435.969 kr og skiptast milli sex efnilegra ungmenna á aldrinum 16-19 ára. Greinarnar sem ungmennin stunda eru margvíslegar, bæði íþróttir og listir. Styrkirnir voru afhentir í Listasal Mosfellsbæjar og ávarpaði bæjarstjóri ungmennin og formaður íþrótta- og tómstundanefndar afhenti styrkina.