MARCELLO Lippi, landsliðsþjálfari nýkrýndra heimsmeistara Ítala, var þögull sem gröfin í gær þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga á að halda áfram með ítalska landsliðið.

MARCELLO Lippi, landsliðsþjálfari nýkrýndra heimsmeistara Ítala, var þögull sem gröfin í gær þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga á að halda áfram með ítalska landsliðið.

"Ég ætla ekki að ræða þessi mál í dag enda hitti ég Abete á morgun og vil fyrst ræða málin við hann áður en ég fer að ræða þau í fjölmiðlum," sagði Lippi, sem mun eiga fund með Giancarlo Abete, varaforseta ítalska sambandsins í dag.

Fréttamenn gengu á hann og spurðu hvort hann væri þegar búinn að ákveða hvað hann gerði. Lippi svaraði því engu en lymskulegt glott færðist yfir andlit hans.

"Hvert svo sem mitt næsta verkefni verður, með landsliðið eða eitthvað annað, vona ég að samband mitt við leikmenn verði eins gott og verið hefur," sagði Lippi.

Orðrómur er uppi um að hann hafi ákveðið fyrir nokkrum vikum að hætta með landsliðið eftir HM, en leikmenn vilja hafa hann áfram.