FYRSTA 45 MW aflvél Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur verður gangsett 1. september nk. Að sögn Eiríks Bragasonar, verkefnisstjóra virkjunarinnar, hafa framkvæmdir gengið eftir áætlun.
FYRSTA 45 MW aflvél Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur verður gangsett 1. september nk. Að sögn Eiríks Bragasonar, verkefnisstjóra virkjunarinnar, hafa framkvæmdir gengið eftir áætlun. Dagsetning lykiláfanga er óbreytt og þegar seinni vélin í þessum áfanga fer í gang 1. október nk. verður framkvæmdum lokið við það sem kalla má kjarna Hellisheiðarvirkjunarinnar.
Alls vinna rúmlega 500 manns við verkið í dag, þar af eru 70% Íslendingar. |
Miðopna