HAGNAÐUR bandaríska álfyrirtækisins Alcoa á öðrum fjórðungi þessa árs var sá mesti í sögu fyrirtækisins. Hagnaðurinn í ár nam 744 milljónum dala eða tæplega 57 milljörðum íslenskra króna.
HAGNAÐUR bandaríska álfyrirtækisins Alcoa á öðrum fjórðungi þessa árs var sá mesti í sögu fyrirtækisins. Hagnaðurinn í ár nam 744 milljónum dala eða tæplega 57 milljörðum íslenskra króna. Er þetta um 62% aukning frá því á sama tímabili í fyrra en þá nam hagnaðurinn 460 milljónum dala. Hagnaður Alcoa á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 608 milljónum dala. Tekjur Alcoa á fyrsta fjórðungi þessa árs jukust um 19% frá sama fjórðungi síðasta árs, voru tæpir 8 milljarðar dala nú samanborði við 6,7 milljarða dala í fyrra. Hátt álverð og mikil eftirspurn eftir áli er meginskýringin á góðri afkomu nú.