Þungur samgangur. Norður Norður &spade;G9 &heart;ÁK94 ⋄D109843 &klubs;Á Suður &spade;KD1084 &heart;53 ⋄G62 &klubs;KDG Suður verður sagnhafi í þremur gröndum. AV hafa ekkert blandað sér í sagnir og vestur kemur út með lauftíu.

Þungur samgangur.

Norður

Norður
G9
ÁK94
D109843
Á

Suður
KD1084
53
G62
KDG

Suður verður sagnhafi í þremur gröndum. AV hafa ekkert blandað sér í sagnir og vestur kemur út með lauftíu.

Hvernig er best að spila?

Efniviðurinn í slagi er svo sem nægur, en vandinn er þungur samgangur á milli handanna.

Segjum að sagnhafi spili fyrst spaðagosa og yfirdrepi með kóng, sem vörnin dúkkar, auðvitað. Ef innkoman er notuð til að taka slag á lauf og tígli síðan spilað, nær vörnin að fríspila laufið. Svo þetta gengur ekki.

Og ekki heldur að spila tígli strax á eftir spaðanum. Þá mun vörin spila við blindan og fá á endanum tvo slagi á hjarta til hliðar við toppana þrjá:

Norður
G9
ÁK94
D109843
Á

Vestur Austur
Á63 752
G76 D1082
K75 Á
10963 87542

Suður
KD1084
53
G62
KDG

Því er betra að byrja á tíglinum.

Segjum að vörnin svari með hjarta. Sagnhafi drepur, spilar spaða heim, notar innkomuna til að taka einn laufslag og sækir svo síðari tígulhámanninn.

Þetta er skotheld leið í flóknu spili.